Hleðslukaplar eru seldir í tveimur gerðum, Type1 og Type 2, sjá tæknilegan mun hér að neðan. Þeir eru auðveldir í notkun og viðhaldi. Haldast sveigjanlegir í kulda. Sérstyrkt þar sem kapall kemur inn í kló til að varna skemmdum. Gert úr hitaþolnum efnum. Tveggja ára ábyrgð.
Vörunúmer | Fasi | Mesti rafstraumur | Mesta rafspenna | Lengd |
---|---|---|---|---|
C1164-T2T1 | 1 | 16A | 250V | 4 metrar |
C1168-T2T1 | 1 | 16A | 250V | 8 metrar |
C1324-T2T1 | 1 | 32A | 250V | 4 metrar |
Vörunúmer | Fasi | Mesti rafstraumur | Mesta rafspenna | Lengd |
---|---|---|---|---|
C1164-T2T1 | 1 | 16A | 250V | 4 metrar |
C1166-T2T2 | 1 | 16A | 250V | 6 metrar |
C1168-T2T2 | 1 | 16A | 250V | 8 metrar |
C3164-T2T2 | 3 | 16A | 380-480V | 4 metrar |
C3168-T2T2 | 3 | 16A | 2380-480V | 8 metrar |
C3324-T2T2 | 3 | 32A | 380-480V | 4 metrar |
C3328-T2T2 | 3 | 32A | 380-480V | 8 metrar |
EV-Box hleðslukapla á aðeins að nota til þess að hlaða rafknúin farartæki (EVs) tengd við Mode 3 hleðslustöðvar í samræmi við staðlana ISO 17409 og IEC 61851.
Gangið alltaf úr skugga um að hleðslukapallinn sé vel tengdur fyrir notkun.
Notið kapalinn ekki ef hann er skemmdur á einhvern hátt.
Þegar hleðslukapallinn er ekki í notkun setjið þá hlífðarhettur yfir tenglana.
Þegar hleðslukapallinn er ekki í notkun, rúllið kapalsnúrunni upp og geymið á viðeigandi hátt.
Forðist að kapallinn komist í snertingu við mikinn hita og/eða vatn.
Forðist að beygja kapalinn mikið. Hæfur til notkunar í -10 og +40 gráðum á Celsíus.
Höfundarréttur 2018 © Allur réttur áskilinn. Bílahleðslan ehf.