SÉRFRÆÐINGAR Í
HLEÐSLU RAFBÍLA

Bílahleðslan ehf.

Bílahleðslan er systurfyrirtæki Rafvirkni ehf. sem starfað hefur í 35 ár á íslenskum markaði. Bæði félög eru í eigu Magnúsar Jaró Magnússonar sem er löggiltur rafverktaki, rafvirkjameistari og raffræðingur.

Við höfum mjög ákveðna sýn á tæknina í kringum bílahleðslustöðvar og höfðum velt fyrir okkur möguleikanum að koma inn á markaðinn í nokkurn tíma. Þetta töldum við þó ekki tímabært að gera fyrr en að nokkrum grunnskilyrðum uppfylltum.

 

Þegar við sáum hvað EVBox var búið að leysa margar af þeim áskorunum sem blasa við, á borð við álagsdreifingu hleðslu, umsýslu hleðslukostnaðar og notkunar töldum við rétt að hefja innreið okkar á markaðinn og gerast endursöluaðilar EVBox hleðslutækja.

Sérlausnir Bílahleðslunnar eru settar upp af starfsmönnum Rafvirkni ehf. undir leiðsögn löggilts rafvirkjameistara. Breitt vöruframboð gerir okkur kleift að laga okkur að fjölbreyttum þörfum viðskiptavina.

Vörumerki

Hér getur þú nálgast prenthæfa útgáfu af vörumerki okkar. Í merkinu sameinast kraftur raforkunnar í rafgrænum eldingablossa og innstunga sem setur orkunni skorður og beinir henni í öruggan farveg. Merkið kallast einnig á við systurfyrirtæki okkar Rafvirkni sem veitir okkur aðgang að áratuga reynslu og fagmennsku.