EVBox er leiðandi alþjóðlegur framleiðandi hleðslustöðva og hleðslustjórnunar hugbúnaðar. Með meira en 250.000 hleðslustöðvar og 5.000 hraðhleðslustöðvar í meira en 70 löndum um heim allan, hjálpum við ökumönnum rafbíla að fá aðgang að hleðslu hvenær sem þeir eru á ferðinni.
Fyrirtækið var stofnað árið 2010, og boðuðum byltinguna þegar markaður fyrir rafknúin ökutæki (EV) var enn í mótun. Stofnendur okkar settu alla sína krafta í skýrt markmið: að smíða hleðslustöðvar sem væru auðveldar í uppsetningu, viðhaldsuppfærslu og væru fullkomnar að gæðum og endingu.
Við náðum þeirri stöðu að verða eini birgi almennings í borgum eins og Amsterdam, Rotterdam og Mónakó. Á sama tíma vorum við í lykilhlutverki við að finna upp „Smart Charging“ tækni og reiki með samstarfsaðilum atvinnulífs og opinberra stofnana.
Árið 2017 var fyrirtækið keypt af ENGIE, alþjóðlegu orkufyrirtæki, sem sá að við vorum frumkvöðlar á okkar sviði, hratt vaxandi fyrirtæki sem miðlum hreinni orku. Árið 2018 keyptum við síðan hraðhleðsluframleiðandann EVTronic og bættum við safn okkar 700 hraðhleðslustöðvum sem komið hafði verið upp vítt og breitt um Evrópu.
Í dag höldum við áfram að fullkomna stefnu okkar með annarri kynslóð af vélbúnaði og hugbúnaði sem er orkusparandi, framtíðartækni og auðveld í notkun. Sú uppbygging fer fram á mörkuðum okkar í Evrópu, Norður Ameríku, Suður Ameríku og Asíu.
EVBox hleðslustöðvarnar eru búnar til úr polycarbonate og eru 100% endurvinnanlegar.
Hleðslustöðvar okkar hlaða
um 36M kWh á ári sem þýðir að við komum í veg fyrir losun um 12,000 tonn af koltvísýrings útblæstri á ári hverju.
EVBox rekur alla starfsemi sína á grænni orku. Við flokkuð allan úrgang, prentum eins lítið og hægt er og innan skamms munum við geta nýtt sólarorku í störfum okkar.
Höfundarréttur 2022 © Allur réttur áskilinn. Bílahleðslan ehf.