Fjölbýlishús

Lausnir fyrir fjölbýlishús

Bílahleðslan býður uppá lausnir fyrir fjölbýlishús, hvort sem það er bílakjallari, merkt stæði á bílaplani eða bílaplan. Við viljum að það sé auðvelt fyrir alla að hlaða heima. 

Er húsfélagið þitt í vandræðum með að hlaða rafmagnsbíla. Hafið samband við okkur og við hjálpum ykkur í gegnum ferlið. EVBox er með fullkomna álagsstýringu til að koma í veg fyrir að rafmagnið í húsinu fari ekki yfir það sem er í boði.


Elvi og BusinessLine

Elvi hleðslustöðin hentar fyrir alla bílakjallara og merkt bílastæði á bílaplani, þar sem hver og einn er með aðgang að sinni hleðslustöð.

BuisnessLine hleðslustöðin er fullkomin fyrir bílaplön sem eru ekki með merkt stæði, allir íbúar geta hlaðið bílana sína auk þess geta íbúar opnað stöðina fyrir gestum.

Dæmi um tvær lausnir

Fjölbýlishús 1

Elvi hleðslustöðin er útbúin með kWh mæli, UMTS, og WiFi/Bluetooth, stöðvarnar tala saman og stýra álaginu svo allir fá að hlaða bílana sína án þess að rafmagnið fari yfir það sem rafmagnstofninn í húsinu leyfir.

Allar stöðvar frá EVBox eru ryk- og rakaþéttar IP54 og með hæsta högg-staðalinn IK10, auk þess eru Elvi stöðvarnar með jarðlekavörn 30 mA AC / 6 mA DC CCID, um leið og stöðin les villuboð frá bíl eða húsi hættir hún að hlaða til að verja rafbúnað bílsins/hússins.

Notendur geta fylgst með allri sinni notkun í gegnum tölvu eða app.

Skref 1

Við mætum á staðinn og tökum út húsið. Við sjáum hversu mikið rafmagn er í boði fyrir hleðslustöðvarnar og hvernig best er að ganga frá öllu á sem auðveldastan hátt. Við sendum ykkur tilboð í okkar lausnir.

Lausn 1
Sett er upp rafmagnstafla með mæli*, þar sem allar stöðvarnar eru tengdar inná sér lekaliðaöryggi. Húsfélagið á rafmagnsmælinn og sér um að rukka íbúa fyrir rafmagnsnotkun. Íbúar kaupa Elvi hleðslustöð.

Lausn 2
Sett er upp rafmagnstafla með mæli*, þar sem allar stöðvarnar eru tengdar inná sér lekaliðaöryggi. Bílahleðslan á rafmagnsmælinn og sér um að þjónusta og rukka íbúa fyrir notkun. Íbúar kaupa Elvi hleðslustöð.

Skref 2

Löggildir rafverktakar mæta á staðinn og setja upp allan búnað fyrir hönd Bílahleðslunnar.

 

 

Fjölbýlishús 2

BuisnessLine er útbúin með kWh mæli, UMTS, GSM, GPS, GPRS Modem. Mögulegt er að tengja saman margar stöðvar svo hægt sé að stýra álaginu þannig að allir geti hlaðið bílana sína án þess að rafmagnið fari yfir það sem rafmagnstofninn í húsinu leyfir.

Allar stöðvar frá EVBox eru ryk- og rakaþéttar IP54 og með hæðsta högg-staðalinn IK10.

Skref 1

Við mætum á staðinn og tökum út húsið. Við sjáum hversu mikið rafmagn er í boði fyrir hleðslustöðvarnar og hvernig best er að ganga frá öllu á sem auðveldastan hátt. Við sendum ykkur tilboð í okkar lausnir.

Lausn 1
Settur er upp mælir í núverandi töflu ef pláss leyfir*, þar sem stöðvarnar eru tengdar inná sér öryggi. Húsfélagið á rafmagnsmælinn og sér um að rukka íbúa fyrir rafmagnsnotkun. Húsfélagið kaupir Buisnessline hleðslustöð.

Lausn 2
Settur er upp mælir í núverandi töflu ef pláss leyfir*, þar sem stöðvarnar eru tengdar inná sér öryggi. Bílahleðslan á rafmagnsmælinn og sér um að þjónusta og rukka íbúa fyrir notkun. Húsfélagið kaupir BuisnessLine hleðslustöð.

Skref 2

Löggildir rafverktakar mæta á staðinn og setja upp allan búnað fyrir hönd Bílahleðslunnar.

 

 

*Greitt er fyrir breytingu á töflu eða uppsetningu á töflu, auk þess er greitt fyrir lögn að stöð. Húsið mun eiga töflu og lögn að stöð.